Dataset information
Available languages
Icelandic
Keywords
Landsþekjandi, GSL, Ísland, Vaktsvæði
Dataset description
Landinu er skipt í fimm umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu.
Í sínu umdæmi hafa héraðsdýralæknar eftirlit með sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, ásamt eftirliti með heilbrigði, hirðingu, aðbúnaði og aðstöðu nautgripa á búum þar sem framleidd er mjólk til sölu. Héraðsdýralæknar sinna framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæminu. Þeir hafa eftirlit með búfé og öðrum dýrum eftir því sem lög ákveða. Einnig halda þeir skrá yfir alla eftirlitsskylda aðila í sínu umdæmi og sinna eftirliti með þeim samkvæmt sérstakri eftirlitsáætlun, sem er endurskoðuð um hver áramót. Héraðsdýralæknar vinna einnig önnur störf sem MAST felur þeim á hverjum tíma
Umdæmin eru:
Suðvesturumdæmi:
Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar.
Norðvesturumdæmi:
Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.
Norðausturumdæmi:
Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðarhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjasveit.
Austurumdæmi:
Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur.
Suðurumdæmi:
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.
Build on reliable and scalable technology